Vantar frosthörkurnar sem drepa lúsina

Í fréttum Sjónvarpsins 13. apríl var fjallað um þær miklu skemmdir sem sjást nú á grenitrjám sunnan- og suðvestanlands. Skemmdirnar eru vegna sitkalúsafaraldursins mikla sem geisaði í fyrra. Edda Sigurdís Oddsdóttir, sérfræðingur á Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, sagði í spjalli við fréttamann að með hlýnandi veðri á undanförnum árum næði stofnstærð sitkalúsarinnar gjarnan hærri toppi á vorin. Lúsin þolir allt að 15 stiga frost og þegar lítið er um slík kuldaköst lifir hún betur af veturinn og stofninn verður stærri að vori.

Edda vonaðist í fréttinni til að trén myndu klæða skemmdirnar af sér fljótt með nýjum sprotum. Hún segir að ekki sé mikið af sitkalús á trjánum enn sem komið er enda skammt liðið á vorið.

Smellið hér til að horfa á fréttina.

Nánar um sitkalúsafaraldurinn.