Alþjóðlegur hópur vísindafólks undir forystu háskólans í Leeds á Englandi hefur rannsakað hvaða áhrif hvarfgjarnar lofttegundir sem tré og aðrar plöntur gefa frá sér geta haft á loftslagið. Þær leiða í ljós að þessar lofttegundir kæla loftslagið á jörðinni. Skógareyðing dregur því úr þessum jákvæðu áhrifum trjánna á loftslagið.
Í Landanum í Sjónvarpinu á sunnudaginn var rætt við Hraundísi Guðmundsdóttur, skógfræðing og skógræktarráðgjafa hjá Skógræktinni sem jafnframt er ilmolíufræðingur og framleiðir ilmolíur úr plöntum, meðal annars íslenskum trjám. Hraundís ætlar að hjálpa fólki í Kenía sem vill stíga fyrstu skrefin í vinnslu ilmkjarnaolíu og koma þannig undir sig fótunum.
Á sumrin, þegar inngeislun sólar er mest, endurvarpa birki- og barrskógar meiri sólarhita en graslendi og svartir sandar. Þetta sýna frumniðurstöður rannsóknar á endurvarpi svartra sanda, uppgrædds lands, villtra birkiskóga og ræktaðra barrskóga. Keppikefli okkar ætti að vera að breyta sem mestu af svörtu sandauðnunum okkar í skóg til að auka endurskin en einnig til að auka kolefnisbindingu.
Á vef bandaríska stórblaðsins New York Times er spurt hvort virkilega sé hægt að skófla kolefni úr lofthjúpnum. Fimm leiðir eru tíundaðar og ein af þeim er skógrækt. Hver skyldi vera raunhæfust?
Á Búnaðarþingi sem stendur yfir í Bændahöllinni í Reykjavík var í dag samþykkt ályktun þar sem meðal annars er rætt um að Ísland verði sjálfu sér nægt um timbur, skógrækt verði öflug atvinnugrein í landinu og stuðli að eflingu alls landbúnaðar.