Ósvikið hvítstofna Vaglabirki að laufgast.
Ósvikið hvítstofna Vaglabirki að laufgast.

Félag umhverfisfræðinga heldur opinn fræðslufund

Félag umhverfisfræðinga á Íslandi stendur fyrir fundaröð um loftslags­aðgerðir á Íslandi. Á miðvikudag, 21. mars, sem er alþjóðlegur dagur skóga, býður félagið til opins fræðslu­fundar um möguleikana sem felast í skógrækt og endurheimt rofins þurrlendis. Á fundinum kynna Samtök ungra bænda líka umhverfis­áherslur sínar.

Fundurinn verður haldinn í Iðnó við Vonarstræti 3 í Reykjavík miðviku­daginn 21. mars kl. 17-19.

Öllum er velkomið að mæta, jafnt félagsfólki sem og öðrum.

Erindi:

  1. Skógrækt sem kolefnisbinding – Arnór Snorrason sérfræðingur hjá Skógræktinni
  2. Hvað með losun frá rofnu þurrlendi? - Þórunn Pétursdóttir, landgræðsluvistfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins og fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra
  3. Umhverfisáherslur Samtaka ungra bænda – Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður stjórnar Samtaka ungra bænda