Málstofa Landbótar, Vopnafjarðarhrepps og Austurbrúar

Skógræktar- og landgræðslufélagið Landbót efnir til málstofu 7. apríl í Miklagarði á Vopna­firði þar sem spurt verður um gagnsemi skóga.

Málstofan er haldin í tilefni af alþjóðlegum degi skóga og auk Landbótar standa að henni Vopnafjarðarhreppur og Austurbrú.

Í tilkynningu um málstofuna segir: „Skógurinn skemmir útsýnið en hvað gerir hann annað fyrir okkur?“ Tveir skógfræðingar halda erindi, einnig fræðslufulltrúi Landgræðslunnar og fulltrúar tveggja sveitarfélaga á Austurlandi.

Dagskráin er sem hér segir:

Kl. 13.30 Setning málstofu: Else Möller, verkefnistjóri Austurbrúar og formaður Landbótar

Erindi (20. mín á ræðumann)

  • Lárus Heiðarson - skógfræðingur - Skógræktin
  • Einar Gunnarsson – skógfræðingur - Skógræktarfélag Íslands
  • Guðrún Schmidt – fræðslufulltrúi - Landgræðslan

Kl. 15.00 Hlé og kaffi 15 mín.

  • Anna Berg Samúelsdóttir - Umhverfisstjóri Fjarðarbyggðar
  • Magnús Már Þorvaldsson - fulltrúi Vopnafjarðarhrepps
  • Umræður

(Fundarstjóri: Björn Halldórsson)

Léttar veitingar og allir velkomnir! Fundinum lýkur um kl. 16.30

Stjórn Landbótar

.