Bjørn Borgan (t.h.), framkvæmdastjóri Alstahaug-trjáplöntustöðvarinnar í Sandnessjøen, ásamt forvera…
Bjørn Borgan (t.h.), framkvæmdastjóri Alstahaug-trjáplöntustöðvarinnar í Sandnessjøen, ásamt forvera sínum, Tore Frisli Hov. Ljósmynd: Kari-Ann Dragland Stangen

Þemadagur Nordgen var haldinn í starfstöð Skógræktarinnar á Mógilsá undir Esjuhlíðum 13. apríl 2023. Á dagskránni var fræðsla um skógarplöntuframleiðslu og vr öllum heimil þátttaka endurgjaldslaust, á staðnum eða í fjarfundi.

Bjørn Borgan, framkvæmdastjóri Alstahaug-trjáplöntustöðvarinnar í Norður-Noregi flutti tvö erindi, annars vegar um ræktun sitkagrenis í gróðrarstöð og hins vegar um hvernig forðast má sýkingar í trjáplöntuuppeldi. Alstahaug-stöðin er í Sandnessjøen sem er kaupstaður á Hálogalandi í Noregi á 66. gráðu norðlægrar breiddar þannig að aðstæður þar eru um margt svipaðar því sem er á Íslandi. Erindi Bjørns voru flutt á ensku en önnur erindi á íslensku. Fjallað var um áskoranir í plöntuframleiðslu með aukinni eftirspurn, fjölgun lerkiblendingsins 'Hryms' með græðlingum, hraðfjölgun alaskaaspar, ræktunarferli plantna til geymslu og afhendingar úr frysti en líka um áhrif gróðursetningartíma frystra plantna á sumarvöxt og frostþol að hausti. Í dagskrá hér að neðan eru hlekkir á glærur fyrirlesara.

Nordgen er sameiginlegur genabanki Norðurlandanna og samstarfsvettvangur landanna um erfðaauðlindir og rannsóknir á þeim. Skógasviðið, Nordgen Skog, stendur meðal annars fyrir fræðslu í formi ráðstefnu og þemadaga sem fram fara til skiptis í löndunum fimm. NordgenSkog er samræðuvettvangur þar sem kemur saman vísindafólk, ræktendur, stjórnendur og aðrir sem starfa að skógum og skógrækt með einhverjum hætti.

Nánar um Nordgen Skog

Dagskrá á þemadegi Nordgen á Mógilsá fimmtudaginn 13. apríl 2023

9.30-10.00 Kaffi og skráning

10.00-10.10 Setning

10.10-11.00 Áskoranir í plöntuframleiðslu vegna vaxandi eftirspurnar. Katrín Ásgrímsdóttir og Hrefna Jóhannesdóttir GLÆRUR

11.00-11.40 A practical approach on production of Sitka spruce. Björn Borgan – GLÆRUR

11.40-12.10 Fjölgun Hryms með græðlingum. Rakel Jónsdóttir – GLÆRUR

12.10-13.00 Hádegishlé

13.00-13.30 Hraðfjölgun alaskaaspar. Þorbergur Hjalti Jónsson og Úlfur Óskarsson – GLÆRUR

13.30-14.00 Ræktunarferli plantna til geymslu og afhendingar úr frysti. Hallur Björgvinsson – GLÆRUR

14.00-14.30 Áhrif gróðursetingartíma frystra plantna á sumarvöxt og frostþol að hausti. Rakel Jónsdóttir – GLÆRUR

14.30-15.00 Kaffihlé

15.00-15.40 Minimizing the risk of diseases and early detection when it happens. Björn Borgan – GLÆRUR

15.40-16.00 Umræður og fundarlok