Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur á Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá, segir í samtali við Morgunblaðið í dagað skaðvaldar í skógum og görðum nái sér vel á strik í hlýindum eins og verið hafa í vor og sumar. Hún mælir þó ekki með eitrun enda sé ekki alltaf gott að vita hver áhrifin verða. Skordýr gangi sjaldnast af trjám og runnum dauðum. Skógræktin biður fólk að láta vita um skaðvalda, sérstaklega ný skordýr og þegar þeirra verður vart á nýjum stöðum.
Aðalsteinn Sigurgeirsson, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Hreinn Óskarsson hafa verið ráðin í stjórnunarstöður hjá Skógræktinni sem auglýstar voru fyrr í sumar. Aðalsteinn verður fagmálastjóri, Sigríður Júlía sviðstjóri skógarauðlindasviðs og Hreinn sviðstjóri samhæfingarsviðs. Á næstu dögum verður auglýst lau til umsóknar staða sviðstjóra rannsóknasviðs og einnig staða skógarvarðar á Suðurlandi.
Börkur af íslensku lerki dugar betur en Hekluvikur til að hreinsa olíu úr vatni. Þetta sýna tilraunir sem gerðar hafa verið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Notast var við börk úr rússalerki frá Hallormsstað. Ekki er heimilt að flytja inn trjábörk til landsins en tilraunin sýnir að íslensku skógarnir geta gefið hentugan börk til þessara nota.
Tunguskógur í Tungudal, skammt innan við byggðina á Ísafirði, er í alfaraleið og tilvalinn útivistar- og áningarstaður.  Í skóginum eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum. Löngum hefur verið vinsælt að fara „inn í skóg“ á sumrin í gönguferðir, berja- og sveppatínslu. Tunguskógur hefur verið kynntur undir merkinu Opinn skógur frá árinu 2004. Verkefnið Opinn skógur hefur bætt aðgengi og aðstöðu í fjórtán skógum vítt og breitt um landið.
http://www.earthday.org/2016/07/21/billion-just-got-started/ Plant one tree for every person on earth. 7.8 billion trees by 2020: a huge task. But that's exactly what we at Earth Day Network have...