Blómstrandi sproti á stafafuru. Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir
Blómstrandi sproti á stafafuru. Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir

Umsóknarfrestur um stöðu sviðstjóra rannsókna hjá Skógræktinni rann út á mánudag, 29. ágúst. Þrír sóttu um stöðuna. Sviðstjóri rannsókna er jafnframt forstöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktarinnar á Mógilsá.

Umsækjendur eru:

  • Bjarni Diðrik Sigurðsson, doktor í skógfræði og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Edda Sigurdís Oddsdóttir, doktor í jarðvegslíffræði og sérfræðingur á Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá
  • Ólafur Eggertsson, doktor í fornvistfræði og sérfræðingur á Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá

Rannsóknasvið Skógræktarinnar sinnir alhliða rannsóknum í þágu skógræktar á Íslandi. Miðstöð rannsókna er á Mógilsá við Kollafjörð en rannsóknir eru stundaðar um land allt og rannsóknamenn starfa því einnig á öðrum starfstöðvum stofnunarinnar.

Ráðið verður í stöðuna innan tíðar.

Texti: Pétur Halldórsson