Smíði þjónustuhúss í þjóðskóginum á Laugarvatni gengur vel. Grind þess verður reist í næstu vikum en tíðarfarið í haust og vetur ræður miklu um hvenær húsið verður tilbúið.
Brynhildur Bjarnadóttir, skógvistfræðingur og lektor við HA, segir í Morgunblaðinu í dag frá rannsóknum sínum á öndun að og frá skógi sem ræktaður er á framræstu landi. Skógrækt gæti verið góður kostur til að stöðva koltvísýringslosun frá framræstu landi og arðsamt fyrir landeigandann um leið.
Skógræktin óskar eftir að ráða skógræktarráðgjafa vegna bændaskógræktar á Vesturlandi.
Fyrsta starfsmannahúsið sem Skógræktin reisti í Þjórsárdal árið 1962 hefur nú verið endurnýjað að utan og klætt með greni úr skóginum.
Skógræktarfélag Íslands útnefndi í dag alaskaösp við Hákot í Grjótaþorpi í Reykjavík tré ársins. Öspunum í borginni er þakkað hve skjólsælt er orðið þar víða.