Forest Europe bjóða fólki nú að vera með í herferð undir þessum kjörorðum, „ræktum græn störf“. Herferðin hefst formlega á alþjóðlegum degi kvenna og stúlkna í vísindum föstudaginn 11. febrúar og stendur næstu mánuði. Námsfólk og ungir sérfræðingar eru sérstaklega hvattir til að stefna á störf í skógargeiranum. Megintilgangur herferðarinnar er að vekja athygli á dæmum um góðan árangur og nýsköpun í grænum störfum. Sömuleiðis á herferðin að snerta við vandamálum á borð við kynjamisrétti og aðbúnað eða aðstæður vinnandi fólks.
Óbreyttur stuðningur er við skógrækt á Íslandi ef marka má könnun Maskínu sem gerð var í desember. 94,3% svarenda töldu skóga hafa almennt jákvæð áhrif fyrir landið, svipað hlutfall og í sambærilegum könnunum 2017 og 2004. Mikill meirihluti aðspurðra telur líka mikilvægt að binda kolefni í skógum. Þá finnst um 60 prósentum skipta máli hvaða trjátegundum er plantað hérlendis til skógræktar.
Nýtt matvælaráðuneyti tók formlega til starfa um mánaðamótin og þar með er Skógræktin einnig komin formlega í nýtt ráðuneyti. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra efndi að því tilefni til fundar með starfsfólki allra stofnana sem heyra undir ráðuneytið. Fundin sótti hátt í 300 manns og þótti hugur í fólki að efna til spennandi samstarfs milli stofnana.
Skógræktin auglýsir eftir umsóknum frá félögum og samtökum um styrki til skógræktar undir merkjum Vorviðar. Styrkirnir eru ætlaðir til skógræktar á vegum almennra félaga og samtaka en ekki fyrirtækja eða stofnana. Umsóknarfrestur er til 1. mars.