Skógarplöntur í ræktun. Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Skógarplöntur í ræktun. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Framleiðendur skógarplantna geta nú kynnt sér á vef Ríkiskaupa  markaðskönnun sem fram undan er vegna útboðs á ræktun skógarplantna. Skógræktin áformar að bjóða út ræktun á 6-8 miljónum skógarplantna, með fyrstu afhendingu haustið 2023.

Þeir ræktunarsamningar sem nú eru í gildi og gerðir voru í kjölfar útboðs árið 2018, renna út á næsta ári. Ríkiskaup munu eins og áður annast útboðsferlið. Samkvæmt lögum um opinber innkaup er heimild til að gera markaðskönnun í aðdraganda útboða. Ákveðið hefur verið að Ríkiskaup muni gera slíka könnun og eru áhugasamir skógarplöntuframleiðendur hvattir til þess að kynna sér málið á vef Ríkiskaupa.

Texti: Valgerður Jónsdóttir