Skógræktin er þriðja vinsælasta ríkisstofnunin samkvæmt nýrri könnun Maskínu á viðhorfum landsmanna til fjörutíu ríkisstofnana. Jákvæðni fyrir stofnuninni hefur heldur aukist síðustu ár.
Í tengslum við aðalfund Hins íslenska náttúrufræðifélags 25. febrúar verður kynnt bókin Flóra Íslands sem hlaut á dögunum Íslensku bókmenntaverðlaunin. Fundurinn verður í Öskju, náttúruvísindahúsi HÍ, og hefst kl. 17.15
Líklegt þykir að lengd og meðalhiti sumars hafi meiri áhrif á stofnstærð ertuyglu hérlendis en vetrarhiti. Í rannsókn sem sagt er frá í nýrri grein í tímaritinu Agricultural and forest Entomology voru áhrif vetrarkulda á ertuyglupúpur skoðuð.
Kristján Jónsson, skógræktarráðgjafi Skógræktarinnar á Ísafirði, heldur erindi föstudaginn 8. febrúar í Vísindaporti Háskólaseturs á Ísafirði. Þar fjallar hann um sögu skógræktar á Vestfjörðum, hvað var, er og hugsanlega verður.
Um þessar mundir standa yfir tökur á myndefni sem notað verður í fréttaflutningi Krakkafrétta í Sjónvarpinu. Efnið verður einnig notað til að búa til myndband Skógræktarinnar um alþjóðlegan dag skóga 21. mars sem helgaður er skógum og fræðslu þetta árið.