Skógræktin varar við því að trjágróður sem skýlir ferðamannastaðnum við Skógafoss fyrir sterkum suðvestanáttum og vegfarendum fyrir sandfoki verði skertur. Jafnframt mælir Skógræktin með því að stuðlað verði að útbreiðslu birkis við Skógafoss, meðal annars til varnar áföllum vegna náttúruhamfara.