Hæ, Birna, hvernig hefurðu það? Ég var að spá hvort þú ættir svör við eftirfarandi spurningum: - Selur íslenska ríkið stóriðjufyrirtækjum losunarkvóta? - Fara peningarnir beint í ríkissjóð og svo ekki söguna meir? - Er Íslendingum skylt samkvæmt Evrópureglum að koma á kolefnissjóði (carbon fund) og nota helming þessara peninga til verkefna sem stuðla að minni nettólosun, t.d. bindiverkefna? Ég er að spá í að skrifa frétt á skogur.is um skyldur Íslendinga í loftslagsmálum. Því var laumað að mér að e.t.v. færu peningarnir bara í ríkissjóð án þess að nokkuð væri gert til að uppfylla ákvæði um bindingu eða aðrar aðgerðir til að minnka nettólosun.

Hæ aftur. Ég hafði varla sleppt hendinni af hnappaborðinu þegar tölvupóstur barst með svari frá Huga Ólafssyni: ,,Fyrirtæki innan ETS fá úthlutuðum fríum kvóta skv. ákveðnum reglum og þurfa síðan að kaupa kvóta ef vantar upp á. Þann kvóta kaupa þau á evrópskum markaði, án aðkomu íslenska ríkisins. Ríki eiga hins vegar að fá ákveðinn fjölda losunarheimilda í ETS sem þau geta sett á uppboð á evrópskum markaði. Þetta gildir líka um Ísland, Noreg og Liechtenstein sem EES-ríki, en ekki hefur tekist að ganga frá fyrirkomulagi þessa og því hefur enn sem komið er engar heimildir og engar tekjur komið í hlut Íslands. Málið er stopp hjá ESB þrátt fyrir mikinn eftirrekstur Íslands og Noregs. Óvíst er á þessu stigi hversu mikið gæti komið í hlut Íslands, eftir því sem ég kemst næst, en málið er á forræði fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ákvæði eru um að hluti tekna sem fást með þessu móti fari til loftslagsverkefna, en þau munu vera aðeins flóknari en svo að hægt sé að nefna nú ákveðið hlutfall tekna sem þurfa að fara til slíks. Ekki mun vera kvöð um að tekjurnar renni í sjóð á borð við Loftslagssjóð. Innan ETS-kerfisins eru engar bindingareiningar, eins og hægt er að gefa út skv. Kýótó-bókuninni og því fær íslenska ríkið engar tekjur af slíkum einingum." Kannski ekki miklu við þetta að bæta, eða hvað?
nei eiginlega ekki, en hins vegar vill núverandi ríkisstjórn taka loftslagssjóðinn sem fyrirhugaður er skv. lögum 70/2012, beint undir ríkissjóð og um daginn rakst ég á þetta svar á alþingi þar sem vægast sagt er tekið furðulega til orða í lokin: http://althingi.is/altext/144/s/0690.html

þess má geta að ekki hefur enn verið skipuð stjórn yfir loftslagssjóð, né nánari reglur ákveðnar, þrátt fyrir að 3 ár séu frá gildistöku laganna