Garðyrkjuskólinn - FSU heldur námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög á Hallormsstað 13.-15. nóvember 2022. Námskeiðið er öllum opið.
Höfuðið af brjóstmynd skáldsins Þorsteins Valdimarssonar sem hvarf úr Hallormsstaðaskógi um miðjan ágúst í sumar er fundið. Gripurinn fannst fyrir tilviljun í heimahúsi á Egilsstöðum.
Hrefna Jóhannesdóttir skógfræðingur hefur verið ráðin í stöðu sviðstjóra skógarþjónustu hjá Skógræktinni. Hún tekur við stöðunni 1. desember.
Vel gekk að safna birkifræi í Guðmundarlundi, reit Skógræktarfélags Kópavogs, þegar félagið bauð félagsfólki sínu og almenningi að fræðast um söfnun og sáningu á birkifræi og leggja sitt af mörkum til landsátaksins. Nú er fræsöfnunartíminn í hámarki og allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að fara út að tína meðan tíðin er góð.
Elmia Wood skógtæknisýningin í Svíþjóð sem haldin er fjórða hvert ár er líklega stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Í nýju myndbandi frá Kviklandi eru nokkrir áhugverðir sýnendur heimsóttir til að kynnast starfsemi þeirra og ýmsum nýjungum sem þar var teflt fram.