Í Barmahlíð Reykhólahreppi eru hæstu sitkagrenitrén orðin yfir 20 metra há. Ljósmynd: Björn Traustas…
Í Barmahlíð Reykhólahreppi eru hæstu sitkagrenitrén orðin yfir 20 metra há. Ljósmynd: Björn Traustason.

Sigríður Júlía hefur um árabil unnið að umhverfismálum og skógrækt, t.a.m. sem verkefnastjóri hjá Vesturlandsskógum, síðan sem héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Vesturlandi og Vestfjörðum og framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga. Frá árinu 2016 hefur hún gegnt starfi sviðstjóra skógarþjónustu hjá Skógræktinni og stýrt ráðgjafarþjónustu stofnunarinnar sem snertir skógrækt á lögbýlum.

Sigríður Júlía hefur einnig kennt við Landbúnaðarháskóla Íslands, bæði í bændadeild og á háskólastigi, haldið fjölda erinda á fundum, málþingum og ráðstefnum, námskeið á sviði umhverfismála og skógræktar og skrifað greinar í fagtímarit, bæði innlend og erlend.

Sigríður Júlía er með meistaragráðu í í skógfræði frá norska lífvísindaháskólanum að Ási í Noregi (Universitetet for miljø og biovitenskap) og BS-gráðu í landnýtingu frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Vísindaportið hefst stundvíslega klukkan 12.10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð við Suðurgötu 12 á Ísafirði. Það er öllum opið.

Frétt: Pétur Halldórsson