Leikskólastjórar í Reykjavík ásamt starfsfólki Leikskólasviðs borgarinnar héldu starfsdag í Félagsgarði í Kjós þann 16. október. Á starfsdeginum var sérstaklega fjallað um útinámi í leikskólastarfi og settu verkefnið Lesið í skóginn og Náttúruskólinn upp 4 stöðvar til að kynna þá möguleika sem aðilar í borginni geta boðið upp á í fræðslu, ráðgjöf og aðstöðu til útináms. Víkingaleikirnir, ævintýrin, tálgutæknin og skapandi útinám voru þær stöðvar sem settar voru upp, bæði utan- og innandyra. Þátttakendur höfðu á orði að þetta væri afar áhugavert og skemmtilegt námskeið.