(mynd: Hreinn Óskarsson)
(mynd: Hreinn Óskarsson)

Síðustu vikur og mánuði hefur verið óvenju mikil grisjun í Haukadals- og Þjórsárdalsskógum. Eru þar á ferðinni bæði starfsmenn Skógræktar ríkisins og verktakar sem ráðnir hafa verið í grisjun ákveðinna reita.

Allt efni sem fellur til í grisjuninni er selt til spænisframleiðslu, í fiskihjalla, kurl og arinvið. Í síðustu viku barst Skógræktinni í Haukadal þriggja manna liðsauki, en þar eru á ferðinni starfsmenn sem starfa í átaksverkefni Skógræktarinnar og Vinnumálastofnunar. Munu þessir starfsmenn læra grisjun skóga og vinna við grisjun a.m.k. næstu sex mánuði. Á meðfylgjandi mynd sjást starfsmennirnir Stefán, Jónas og Gatis ásamt Einari verkstjóra í Haukadal sem stendur lengst til vinstri.

Mikið af efni fellur til við grisjun skóganna og fer töluverður tími í að aka viðnum út. Bylting varð þó í útkeyrslu viðar um daginn þegar timburvagn kom í fyrsta sinn á Suðurlandið. Hefur vagninn nýst afar vel og safnast viður upp í stórar stæður. Verktakar frá Hestalist hafa sinn eigin vagn ásamt gröfu sem þeir nýta við grisjun reitanna og virðast slík tæki henta vel til að flytja efnið úr skógi.

Grisjun á Suðurlandi, frétt 15. okt. 2009

Grisjun á Suðurlandi, frétt 15. okt. 2009

Grisjun á Suðurlandi, frétt 15. okt. 2009


Texti og myndir: Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi