Íslendingar flytja inn timbur árlega fyrir tugi milljarða króna. Til mikils er að vinna ef hægt er að framleiða þó ekki væri nema hluta þessa timburs innan lands. Þetta kom meðal annars fram í frétt á Stöð 2 um íslenskan skógariðnað.
Sjónvarpsmaðurinn Kristján Már Unnarsson heimsótti höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum og líka Hallormsstað þar sem skógarvörðurinn á Austurlandi hefur aðsetur. Afraksturinn sést í þættinum Um allt land á Stöð 2 þriðjudaginn 4. febrúar.
Sjónvarpsmaðurinn Kristján Már Unnarsson heimsótti höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum og líka Hallormsstað þar sem skógarvörðurinn á Austurlandi hefur aðsetur. Afraksturinn sést í þættinum Um allt land á Stöð 2 þriðjudaginn 4. febrúar.
Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktar ríkisins, talaði um þéttbýlisskógrækt á fræðslufundi í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri fyrir helgi. Hann sagði mikilvægt að haldið yrði áfram að gróðursetja í bæjarland Akureyrar því enn væri mikið land eftir sem skipulagt hefði verið til skógræktar, lauslega áætlað um 400 hektarar.
Göngustafir og búsáhöld voru meðal þess sem nemendur bjuggu til hjá Ólafi Oddssyni á námskeiði sem haldið var um helgina á Sauðárkróki undir merkjum verkefnisins Lesið í skóginn.