Mikil verðmæti verða til íslenskum skógum

Stöð 2 fjallaði um skógarmál þriðjudaginn 4. febrúar 2014, bæði í frétt og í þætti Kristjáns Más Unnarssonar, Um allt land. Heimsóttar voru höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum og starfstöð skógarvarðarembættisins á Austurlandi sem er á Hallormsstað. Í fréttinni var sagt frá þeirri vaxandi atvinnugrein sem umhirða skóga, skógarhögg og skógariðnaður er á Íslandi. Þór Þorfinnsson skógarvörður benti á að vaxandi möguleikar virtust vera á framleiðslu iðnviðar á Íslandi með nýjum iðjuverum sem væru í bígerð. Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóganna, benti á að Íslendingar flyttu inn timbur árlega fyrir tugi milljarða króna. Til mikils væri að vinna ef hægt væri að framleiða þó ekki væri nema hluta þessa timburs innan lands. Skógarbændur gætu haft talsverðar tekjur af skógum sínum ef vel væri hirt um þá. í skógrækt og skógariðnaði gæti falist verulegur gjaldeyrissparnaður og mikil atvinnusköpun líka. 

Þetta kom meðal annars fram í frétt Stöðvar 2 um íslenskan skógariðnað og í þættinum Um allt land sem sýndur var sama kvöld. Settur verður hlekkur hér á þáttinn þegar hann verður kominn inn á vef Vísis.