Þátturinn Um allt land þriðjudaginn 4. febrúar

Í þættinum Um allt land á Stöð tvö í kvöld, þriðjudaginn 4. febrúar fjallar Kristján Már Unnarsson um skógrækt á Íslandi og heimsækir bæði höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins við Miðvang á Egilsstöðum og aðsetur skógarvarðarins á Austurlandi sem er á Hallormsstað í Fljótsdal. Fjallað verður um vaxandi skógarauðlind Íslendinga, talað við skógarhöggsmenn, fylgst með vinnslu á íslenskum viði og rætt um þau tækifæri sem felast í auðævum skógarins.

Þátturinn verður sýndur í kvöld, 4. febrúar, og endurtekinn á sunnudag, 9. febrúar, kl. 15.35. Þátturinn er í opinni dagskrá og hægt verður að horfa á hann á vefnum www.visir.is fljótlega eftir frumsýningu.