Ellefta alþjóðlega jólatrjáaráðstefnan var haldin í ágúst í Nova Scotia í Kanada. Þar fengu þátttakendur að kynnast stórum og smáum ræktendum jólatrjáa þar sem ýmist var notast að mestu við handaflið eða mikla vélvæðingu. Balsamþinur er eina tegundin sem notast er við í jólatrjáaræktinni í Nova Scotia.
Íslenski fiskiskipaflotinn losar álíka mikið kolefni út í andrúmsloftið og bílar landsmanna. Auðvelt og ódýrt væri fyrir útgerðirnar að binda þó ekki væri nema hluta þessa kolefnis með skógrækt. Þetta kemur fram í grein í Morgunblaðinu í dag, 12. febrúar
Í Yosemite-þjóðgarðinum í Sierra Nevada fjallgarðinum í Kaliforníu er nóg um glæsilegt útsýni þrátt fyrir mikinn skóg. Á því sést að útsýni hverfur ekki þótt skógar fái að vaxa.
Fjórði fræðslufundur vetrarins um skóga og skógrækt verður haldinn í Gömlu-Gróðrarstöðinni við Krókeyri á Akureyri föstudaginn 14. febrúar kl. 10:00.  Þema fundarins verður „Líf og dauði gróðursettra skógarplantna“.
Nú geta skógarunnendur upplifað heima í stofu þá sælutilfinningu sem fylgir því að vera í skógi. Danska listatvíeykið Hilden&Diaz býr til sérstæð loftljós, meðal annars eitt sem varpar trjámunstri á veggi.