#Vesturameríkuskógar2013

Glæsilegt útsýni þrátt fyrir mikinn skóg

Yosemite-þjóðgarðurinn í Sierra Nevada fjallgarðinum í Kaliforníu er margrómaður og óþarfi að lýsa honum sérstaklega. Hann var þó formlega lokaður vegna vandræðagangs með fjárlög Bandaríkjanna þegar íslenskt skógarfólk var þar á ferð í byrjun október 2013. Hins vegar liggur þar þjóðvegur um sem ekki var hægt að loka og því var fullt af fólki í þjóðgarðinum.

Glæsileg tré og glæsilegir klettar í Yosemite-þjóðgarðinumHjarta þjóðgarðsins er Yosemite-dalur, sem liggur á milli granítfjalla. Hann er þekktur fyrir einstakt landslag og útsýni. Þó er hann að mestu skógi vaxinn og það ekki með neinum smátrjám. Þrátt fyrir það er nóg um glæsilegt útsýni. Því er við haldið með því að fella tré á þeim stöðum þar sem mikilvægast þykir, en skógur fær að vaxa í friði annars staðar. Þannig ramma trén inn hið jarðfræðilega landslag og gefa því sérstakan þokka. Dalurinn minnti á vissan hátt á Ásbyrgi hvað þetta varðar.

Yosemite sýnir og sannar að allt tal hérlendis um að skógar séu u.þ.b. að fara að eyðileggja útsýni er vitleysa.  

Texti og myndir: Þröstur Eysteinsson
Kvikmyndataka: Hlynur Gauti Sigurðsson
Samsetning: Kolbrún Guðmundsdóttir
Fréttin var uppfærð 26.10.2021