Sjónvarpsþáttur um starfsemi SR á Austurlandi

Þáttur Kristjáns Más Unnarssonar, Um allt land, þar sem fjallað er um starfsemi Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum og Hallormsstað, er nú orðinn aðgengilegur á vefnum visir.is. Í þættinum er rætt um þá miklu skógarauðlind sem er að verða til í landinu með uppvaxandi skógum, þá möguleika sem fyrir hendi eru, nýjar starfsgreinar sem verða til með skógræktinni og fleira. Rætt er við starfsfólk Skógræktarinnar, skógarbændur og fleiri. Þátturinn var frumsýndur á Stöð 2 fyrr í febrúarmánuði.

Smellið hér til að horfa á þáttinn

Sjá frétt á Vísi