Mosfellsbær auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra garðyrkju og skógræktar í þjónustustöð sveitarfélagsins. Starfsmaðurinn á m.a. að hafa umsjón með skógræktarverkefnum í samstarfi við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar.
Sex manna teymi Skógræktarinnar og Landssamtaka skógareigenda um úrvinnslu- og markaðsmál hittist á sínum fyrsta fundi á Hallormsstað í síðustu viku. Á föstudag skrifuðu Landssamtök skógareigenda undir samning við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga um styrk til stofnunar rekstrarfélags um markaðsmál skógarafurða.
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári sé þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2016.
Tuttugu bændur af sautján býlum í Húna­þingi vestra sóttu á þriðjudaginn kynn­ing­ar­fund um búskaparskógrækt sem Skóg­rækt­in hélt í sveitarfélaginu. Mikill áhugi virðist vera á verkefninu meðal bænda.
Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem haldinn var 8. febrúar var samþykkt að kanna skyldi möguleika á að sveitarfélagið yrði kolefnisjafnað og tekið upp kolefnisbókhald. Margir bændur hafa áhuga á að ráðstafa meira landi til skógræktar að sögn oddvitans.