Skógræktarbýlið Hrólfsstaðir á Jökuldal.
Skógræktarbýlið Hrólfsstaðir á Jökuldal.

9. mars á Hótel Héraði

Skógræktin boðar til vorfundar með skógar­bændum á Austurlandi fimmtudaginn 9. mars. Þar verður farið yfir skipulag við fram­kvæmd nytjaskóga á lögbýlum.

Venjan hefur verið að halda slíka vorfundi með skógarbændum eystra og þeirri venju verður haldið við hjá Skógræktinni. Á fund­inum verður almenn kynning á skipuriti Skóg­ræktarinnar og farið yfir þær fram­kvæmdir sem fram undan eru á árinu hjá skógarbændum. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að samræma verkferla um allt land, svo sem fyrirkomulag áburðar­kaupa, rauntímaskráningu framkvæmda og fyrirkomulag uppgjörs. Fjallað verður um þetta á fundinum einnig.

Fundurinn verður haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum 9. mars og hefst kl. 20. Allir skógarbændur eru hvattir til að sækja fundinn.

Texti og mynd: Pétur Halldórsson