Rakel Jakobína Jónsdóttir, doktorsnemi og sérfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, hlaut annan hæsta styrkinn við fyrstu úthlutun úr Doktorsnemasjóði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins tæpar 29 milljónir króna til þriggja ára. Styrkinn hlýtur hún til rannsókna sem tengjast framleiðslu skógarplantna og nýskógrækt, aðlögun að nýjum aðferðum.
Skógræktin hefur lagt þrjár spurningar fyrir þau tíu framboð sem bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Sex flokkar hafa nú skilað svörum við spurningunum.
Í febrúar næstkomandi er áætlað að opnuð verði í Eyjafirði nýjasta viðbót við fjölbreytta flóru baðstaða á Íslandi, hin svokölluðu Skógarböð. Önnur tegund skógarbaða leit dagsins ljós á áttunda áratugnum í Japan og kallast á japönsku „Shinrin-Yoku“. Þar er um að ræða böð af allt öðrum toga, enda ekki eiginlegt bað, heldur er með nafninu átt við að gera sér ferð í skóg, taka inn allt það sem skilningarvitin nema og leyfa huganum að reika.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur birt umbótaáætlun vegna bókhalds Íslands um losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis vegna landnotkunar. Skógræktin tók þátt í gerð áætlunarinnar og hlutverk stofnunarinnar er m.a. að skila inn gögnum fyrir um stærð skóglendis og bindingu skóga og sjá um bókhald um þróun birkiskóglendis og viðarafurðir. Mikilvægt hlutverk stofnana við vinnu að losunarbókhaldi er stöðug endurskoðun og rýni til að tryggja að gögn og upplýsingagjöf Íslands uppfylli alþjóðlegar kröfur.
Heimsdagur IUFRO, alþjóðasamtaka skógrannsóknarstofnana, verður haldinn 28.-29 september. Á dagskránni eru m.a. margvíslegar kynningar á verkefnum sem tengjast skógrannsóknum vítt og breitt um heiminn. Klukkan 13.45 fyrri daginn flytur Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar, erindi um áskoranir og tækifæri sem felast í nýskógrækt sem loftslagsaðgerð í trjálausu landi.