Bjarki Þór Kjartansson, sérfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, útskýrði í Landanum í Sjónvarpinu sunnudagskvöldið 14. mars hvernig fundið er út hversu mikinn lífmassa tré hafa að geyma. Í þættinum er líka fjallað um merkilegt starf Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk við skógrækt, grisjun og viðarvinnslu.
Tvær doktorsnemastöður og sex meistaraverkefni standa til boða í tengslum við samstarfsverkefnið BirkiVist sem snýst um endurheimt birkivistkerfa á 21. öld. Skógræktin er meðal stofnana sem að verkefninu standa.
Persónuverndarstefnu Skógræktarinnar er að finna á vef stofnunarinnar ásamt ýmsum öðrum skjölum sem snerta stefnu og skipulag, öryggi og umhverfi. Undir persónuverndarstefnu Skógræktarinnar fellur skráning, varsla og vinnsla á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári eru þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2020. Kuðungurinn verður afhentur í tengslum við Dag umhverfisins.
Alls er gert ráð fyrir að rúmar 100 milljónir króna renni næstu þrjú árin til uppbyggingar á aðstöðu fyrir gesti í þjóðskógunum sem eru í umsjón Skógræktarinnar. Tæpur helmingur framlaganna rennur til áframhaldandi uppbyggingar og viðhalds á Þórsmerkursvæðinu en einnig eru stór verkefni í Vaglaskógi og Hallormsstaðaskógi þar sem reistir verða eldaskálar og þjónustuhús.