Hvernig á fólk að velja sér farveg í öllum þeim mörgu tækifærum sem nú blasa við nemum í skógvísindum og skyldum greinum? Um þessar spurningar verður fjallað á vefnámskeiði sem er á dagskrá evrópsku skógarvikunnar miðvikudaginn 24. nóvember.
Framtíð skóga er þema evrópsku skógarvikunnar sem stendur yfir dagana 22.-28. nóvember. Áhugaverðir hliðarviðburðir eru í boði sem ástæða er til að vekja athygli fagfólks og áhugafólks um skóga á.
Orkubú Vestfjarða hefur gert verksamning við Skógræktina um ráðgjöf vegna þróunar á kolefnisverkefni með skógrækt á þremur jörðum í Arnarfirði sem allar eru í eigu Orkubúsins. Samtals er ráðgert að rækta skóg á um 235 hekturum. Þar með er hafinn undirbúningur að fyrsta vottaða kolefnisbindingarverkefninu á Vestfjörðum.
Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hlýtur hvatningarviðurkenningu á Reykjavíkurborgar og Festu 2021. Í verkefninu vinna nú 40 bændur að verkefnum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binda kolefni.
Á loftslagsráðstefnunni COP26 sem lauk í Glasgow um helgina, staðfestu aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna mikilvægi þess að halda hækkun hitastigs jarðar undir 1,5°C. Staðfestingin er mikilvæg fyrir áframhaldandi baráttu gegn loftslagsbreytingum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir samkomulag 197 aðildarríkja Loftslagssamningsins um stærstu málefni samtímans gefa tilefni til bjartsýni.