Nýafstaðin Fagráðstefna skógræktar, sem fram fór á Hallormsstað 3.-4. apríl, fór mjög vel fram í blíðuveðri. Ráðstefnan vakti talsverða athygli fjölmiðla. Að ári fer ráðstefnan fram á Hótel Geysi í Haukadal, 18.-19. mars 2020.
Tilkynnt hefur verið um framlög til verndar náttúru og uppyggingar ferðamannastaða úr stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Skógræktin fékk vilyrði fyrir 35 milljóna króna framlagi á þessu ári til framkvæmda og undirbúnings framkvæmda á löndum í sinni umsjón.
Ársfundur Landgræðslunnar verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík fimmtudaginn 11. apríl. Þar verður meðal annars fjallað um stöðu þekkingar í kolefnismálum og fyrirhuguð verkefni á því sviði.
Við erum mjög rík að handónýtu, rofnu landi á Íslandi, segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Búfjárbeit á Íslandi er víða ósjálfbær og það getur ekki talist beitarhæft land þar sem t.d. eru einungis 20% afréttar beitarhæf. Árni spurði hvort pólitískur vilji væri í landinu til þess að stöðva beit á óbeitarhæfum svæðum. Hann biðlar til sveitarfélaga að stöðva framræslu votlendis. Enn sé meira ræst fram en það sem endurheimt er.
Loftslagsráð leggur áherslu á endurheimt vistkerfa skóga, votlendis, þurrlendis og sjálfbæra beitarnýtingu. Marka þarf skýra sýn á þátt lífríkis og vistkerfa á landi í að þróa lágkolvetnasamfélag framtíðarinnar og skapa önnur lífsgæði. Þetta kom fram í inngangserindi Halldórs Þorgeirssonar, formanns Loftslagsráðs, á Fagráðstefnu skógræktar sem hófst á Hótel Hallormsstað í morgun.