Árangur landgræðslu og birkiskógræktar á Hekluskógasvæðinu í Þjórsárdal. Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Árangur landgræðslu og birkiskógræktar á Hekluskógasvæðinu í Þjórsárdal. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Ársfundur Landgræðslunnar verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík fimmtudaginn 11. apríl. Þar verður meðal annars fjallað um stöðu þekkingar í kolefnismálum og fyrirhuguð verkefni á því sviði.

Fundurinn hefst á ávarpi umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, og því næst fer Árni Bragason landgræðslustjóri yfir starfsemi Landgræðslunnar á liðnu ári og horfir fram á veginn. Jóhann þórsson reifar stöðu þekkingar í kolefnismálum og fyrirhuguð verkefni og Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, fjallar um starfsemi skólans. Þá ætlar Guðrún Schmidt að tengja landgræðslu við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðarinnar og í lok fundarins verða landgræðsluverðlaunin afhent.

Tónlistaratriði á fundinum verða á höndum Söru Mjallar Magnúsdóttur og Söru Blandon.

Ársfundur Landgræðslunnar á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík kl. 14 á fimmtudag og stendur til klukkan 16. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda tölvubréf með staðfestingu á netfangið eddalinn@land.is eigi síðar en 8. apríl.