Á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er nú óskað eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um skógrækt. Samkvæmt frumvarpinu verður skógrækt á lögbýlum felld inn í heildarlög um skógrækt og gerð verður landsáætlun í skógrækt.
...
Mikill snjór er nú við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá eins og víðar í landshlutanum. Starfsfólkið á Mógilsá tekur snjónum fagnandi og góðviðrið eftir snjókomuna miklu hefur verið nýtt til skíðagöngu um svæðið og jafnvel til og frá vinnu.
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu sína um stöðu og stefnu Íslands í loftslagsmálum. Í skýrslunni segir meðal annars að miklir möguleikar séu á að binda kolefni í jarðvegi og gróðri á Íslandi á hagkvæman hátt. Tryggja þurfi fjárframlög til landgræðslu og skógræktar og horfa á fjölþætt vistfræðileg og samfélagsleg markmið skógræktar og landgræðslu.
Skóglendisvefsjá Skógræktarinnar hefur verið uppfærð og nú má fá upplýsingar um allt birkiskóglendi, alla ræktaða skóga og samanlagt skóglendi landsins ásamt hlut­föllum innan sveitarfélaga.