Fyrir liggur samkomulag milli Skógræktarinnar og Þingvallaþjóðgarðs um meðferð skóga og trjálunda í þjóðgarðinum. Ekkert hefur verið ákveðið um að fella skuli öll grenitré í nágrenni Valhallarreitsins. Starfshópur verður skipaður sem vinni stefnumótandi áætlun um þessi efni.
Stuttur pistill með undirskriftinni „Ragnheiður“ birtist í dag í Velvakanda Morgunblaðsins þar sem vakin er athygli á þeirri stefnu Þingvallanefndar og þjóðgarðsvarðar að fella grenitré í grennd við blettinn þar sem Hótel Valhöll stóð. Tíunduð er gagnsemi nokkurra plöntutegunda sem sýnt hafi ótrúlega aðlögunarhæfni á Íslandi og bæti, breyti og fegri ásýnd landsins.
Skógarauðlindasvið Skógræktarinnar stendur þessa dagana fyrir fundum með bændum vítt og breitt um landið. Markmið fundanna er bæði að upplýsa bændur og heyra viðhorf þeirra og væntingar, kynnast og mynda tengsl.
Vistgerðarhluti verkefnisins Natura Ísland verður kynntur á málþingi  sem haldið verður á Grand Hótel í Reykjavík 17. mars kl. 13-16. Einnig verður opnuð kortasjá um vistgerðir landsins.
Frestur til að skrá þátttöku sína á Fagráðstefna skógræktar 2017 rennur út 8. mars. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 22.-24. mars 2017. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá sér um ráðstefnuna að þessu sinni og fagnar um leið fimmtíu ára afmæli sínu. Þema ráð­stefn­unn­ar tengist skógræktar­rannsókn­um fyrr og nú undir kjörorðunum „Með þekkingu ræktum við skóg“.