Starfstöðvar Skógræktarinnar sem eru á tólf stöðum vítt og breitt um landið verða lokaðar á fimmtudag og föstudag, 23. og 24. mars, vegna Fagráðstefnu skógræktar sem fram fer í Hörpu í Reykjavík
Viður sem fenginn er með sjálfbærri skógrækt er endurnýjanleg orkuauðlind. Heimili sem ekki búa við hitaveitu geta sparað stórfé á hverju ári með því að nýta heimafenginn við sem orkugjafa í stað rafmagns. Alþjóðlegur dagur skóga 21. mars er helgaður skógum og orku hjá Sameinuðu þjóðunum þetta árið. Skógræktin gefur út nýtt myndband í tilefni dagsins.
Með fréttatilkynningu frá alþjóðlegu skógrannsóknarmiðstöðinni CIFOR sem send er frá Bogor í Indónesíu og Næróbí í Kenía er miðlað ákalli frá vísindamönnum um að mannkyn endurmeti þau áhrif sem tré hafa á hringrás vatns í náttúrunni og loftslagið...
framtíðaráform með fimm helstu tegundirnar, + jólatré Brynjars tekið stöðutékk á öllum verkefnunum mest búið að gera í lerki, birki og ösp, minna í greni og furu, þarf að örva vöxt hjá greninu til að...
Mikill vöxtur er í skóginum á Gunnfríðar­stöðum í Austur-Húnavatnssýslu og nú er verið að grisja 25 ára lerkiskóg sem gefa mun boli í fyrsta iðnviðarfarminn sem sendur verður járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Hluti efnisins nýtist sem flettiefni.