Á dagskrá Fagráðstefnu er m.a. ferð að Mógilsá. Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir.
Umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpar ráðstefnuna við upphaf hennar
Ráðherra skógarmála, Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flytur ávarp við upphaf Fagráðstefnu skógræktar sem hefst í Hörpu í Reykjavík í dag. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá hefur umsjón með Fagráðstefnunni á afmælisári sínu því nú er hálf öld liðin frá því að stöðin á Mógilsá tók til starfa.
Ráðstefnan fer fram í salnum Kaldalóni og lýkur síðdegis á morgun, föstudag. Dagskránni í dag lýkur á ferð að Mógilsá þar sem rannsóknastöðin verður skoðuð og litast um í skóginum þar í kring.
Yfirskrift Fagráðstefnu skógræktar að þessu sinni er Með þekkingu ræktum við skóg. Yfirskriftin undirstrikar ekki aðeins afmælisár skógræktarrannsókna á Mógilsá heldur vísar hún til þess að nú þegar við blasir að Íslendingar auki skógrækt sem lið í að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum er nauðsynlegt að byggja þá aukningi á traustum þekkingargrunni. Efla verður skógrannsóknir um leið og blásið verður í seglin í sjálfri skógræktinni.
Erindin á dagskrá Fagráðstefnunnar bera þetta með sér. Frá Svíþjóð kemur Jonas Rönnberg, skógfræðiprófessor við sænska landbúnaðarháskólann SLU. Hann flytur fyrsta erindi ráðstefnunnar að loknum ávörpum Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þrastar Eysteinssonar skógræktarstjóra. Jonas talar um strauma og stefnur í skógræktarrannsóknum á Norðurlöndunum sem er áhugavert fyrir íslenskt skógræktarfólk enda hafa frændþjóðirnar í Skandinavíu frá upphafi verið uppspretta þekkingar, reynslu og efniviðar fyrir skógrækt á Íslandi.
Aðalsteinn Sigurgeirsson fagmálastjóri rekur sögu skógræktarrannsókna á Íslandi og Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar, lítur til framtíðar í þeim efnum. Fjallað veðrur um erfðaauðlindina í skógrækt, trjásjúkdóma og aðra skaðvalda, landsskógaútekt, nýtingu landupplýsinga í skógrækt, veðurfar, lífhagkerfið, asparskóga og hagfræði. Sérfræðingar á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá flytja öll erindi fyrri dags Fagráðstefnunnar að erindi Rönnbergs frátöldu.
Síðari daginn verða flutt fjölbreytileg erindi um ýmsar hliðar skógræktar. Rétt er að benda sérstaklega á erindi Árna Bragasonar landgræðslustjóra um skógrækt til landgræðslu og einnig verður t.d. forvitnilegt að heyra hjá Bjarna Diðriki Sigurðssyni, prófessor við LbhÍ, hvort Holuhraunsgosið hafði einhver áhrif á skóga, jarðveg eða vatn. Fagráðstefnu skógræktar lýkur með pallborðsumræðum.
Dagskrá Fagráðstefnu skógræktar 2017
Fimmtudagur
23.3.2017 |
Kaldalón, Hörpu
|
Fyrirlesari
|
08.00 |
Afhending ráðstefnugagna |
|
08:30 |
Setning ráðstefnu |
|
08:40 |
Ávarp skógræktarstjóra |
Þröstur Eysteinsson |
09.00
|
Ávarp umhvefis- og auðlindaráðherra
|
Björt Ólafsdóttir
|
09.10 |
Straumar og stefnur í skógræktarrannsóknum á Norðurlöndum |
Jonas Rönnberg |
09.55 |
Kaffi |
|
10.20 |
Saga skógræktarrannsókna á Íslandi |
Aðalsteinn Sigurgeirsson |
10.40 |
Skógræktarrannsóknir til framtíðar |
Edda S. Oddsdóttir |
11.00 |
Erfðauðlindin í íslenskri skógrækt
|
Brynjar Skúlason |
11.20 |
Trjásjúkdómar - vöktun og rannsóknir
|
Halldór Sverrisson |
11.40 |
Hádegisverður |
|
12.40 |
Skaðvaldar |
Brynja Hrafnkelsdóttir |
13.00 |
Landskógaúttekt |
Arnór Snorrason |
13.20 |
Notkun landupplýsinga í skógræktarrannsóknum |
Björn Traustason |
13.40 |
Hvernig viðrar? |
Bjarki Þ. Kjartansson |
14.00 |
Skógar og lífhagkerfið
|
Ólafur Eggertsson |
14.20 |
Ræktun asparskóga í ólíkum landgerðum
|
Jóhanna Ólafsdóttir |
14.40 |
Vöxtur og vextir – 200 ára deila skógfræði og hagfræði um sjálfbærni |
Þorbergur H. Jónsson |
15.00 |
Ferð á Mógilsá |
|
17.30 |
Brottför til Reykjavíkur |
|
19.30 |
Hátíðarkvöldverður á Hótel Sögu |
|
Föstudagur
24.3.2017 |
Kaldalón, Hörpu |
|
09.00 |
Skógrækt til landgræðslu |
Árni Bragason |
09.20 |
Hafði Holuhraunsgosið áhrif á skóga, jarðveg eða vatn? |
Bjarni D. Sigurðsson |
09.40 |
Endurskinshæfni (albedo) ólíkra gróðurlenda |
Brynhildur Bjarnadóttir |
10.00 |
Kaffi |
|
10.30 |
Skammlotuskógrækt með alaskaösp og áhrif áburðargjafar á hana |
Jón Auðunn Bogason |
10.50 |
Uppruni og erfðabreytileiki blæaspar (Populus tremula L) á Íslandi |
Sæmundur Sveinsson |
11.10 |
Ræktun birkis
|
Þorsteinn Tómasson |
11.30 |
Íbætur skógarmoldar á nýskógrækt
|
Sigurkarl Stefánsson |
11.50 |
Hádegisverður |
|
13.00 |
Meðferð lerkiskógarreita í ljósi beinleika stofna |
Páll Sigurðsson |
13.20 |
Vangaveltur um vindfall í skógum |
Valdimar Reynisson |
13.40 |
Lesið í skóginn, fræðsla í skógrækt |
Björgvin Eggertsson og Ólafur Oddsson |
14.00 |
Veggspjöld og kaffi |
|
15.00 |
Miðlun þekkingar |
Pétur Halldórsson |
15.30 |
Pallborðsumræður – samantekt |
|
16.30 |
Ráðstefnuslit |
|