Öll meðferð elds utan dyra hefur nú verið bönnuð á Suður- og Vesturlandi og hafa Almannavarnir lýst yfir hættustigi vegna mögulegra gróðurelda. Bannsvæðið nær frá Eyjafjöllum að Breiðafirði. Skógræktin brýnir fyrir öllum eigendum og umsjónarfólki skóga að hafa gott eftirlit með skógunum og setja upp merkingar.
Gróðursetning trjáplantna á jörðum bænda er hafin á Suður- og Vesturlandi. Byrjað var að dreifa plöntum úr gróðrarstöðvum í byrjun mánaðarins. Þó má gera ráð fyrir að margir haldi að sér höndum um sinn vegna viðvarandi næturfrosts.
Gæðaúttektir á skógarplöntum eru fastur liður í starfi Skógræktarinnar á vormánuðum. Fulltrúar Skógræktarinnar sem sjá um gæðamálin voru á ferð í gróðrarstöðinni Kvistabæ í Reykholti Biskupstungum á dögunum þar sem nýir eigendur eru að taka við rekstri skógarplöntuframleiðslu Gróðrarstöðvarinnar Kvista.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur falið Skógræktinni að birta á vef sínum drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og óska þar eftir umsögnum. Hér eru því lögð fram til kynningar og umsagnar drög að landsáætlun í skógrækt ásamt drögum að umhverfismati þeirrar áætlunar. Jafnframt liggur fyrir minnisblað til ráðherra með minnihlutaáliti við drög að landsáætlun sem sömuleiðis birtist hér með til kynningar.
Með verkefnum til útbreiðslu birkiskóga og birkikjarrs vilja íslensk stjórnvöld taka svokallaðri Bonn-áskorun og þar með auka landgæði, efla jarðvegsauðlindina og styrkja byggð í landinu. Óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um landið. Fjármunir renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða.