Á alþjóðlegum degi jarðar sem er í dag skrifar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undir Parísarsamkomulagið um loftslagsmál fyrir Íslands hönd. Hún tekur líka þátt í ráðherrafundi um sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem er haldinn samhliða undirskriftarathöfninni. Skógrækt er meðal 16 verkefna í sóknaráætlun stjórnvalda um aðgerðir í loftslagsmálum. Möguleikar Íslands til kolefnisbindingar með skógrækt eru miklir
Frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um nýja skógræktarstofnun er meðal þeirra mála sem ráðherrar ríkisstjórnar leggja áherslu á að þingið ljúki áður en gengið verður til kosninga í haust.
Trjákynbætur sem efli mótstöðuafl trjáa verða meginviðfangsefni fyrstu ráðstefnu HealGenCAR sem haldin verður 7.-9. júní í Punkaharju í Finnlandi. HealGenCAR er samstarfsvettvangur um framhaldsrann­sóknir í skógarheilsu- og skóg­erfða­fræð­um til stuðnings líf­hagkerf­inu. Samstarfið nýtur stuðnings SNS, sem er samnorræn stofnun um skógrækt og skógarrannsóknir.
„Skógar rétt eins og fiskimiðin eru auðlind, lífræn innistæða sem þarf í senn að viðhalda og nýta skynsamlega,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri meðal annars í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Eftir rúman áratug fari skógarbændur að fá tekjur af skógum sínum sem munar um. Hann vonast líka til þess að Parísarráðstefnan verði til þess að skógræktarstarf fái meiri skilning.
Framkvæmdastjóri gróðrarstöðvarinnar Barra í Fellum segist vonast eftir því að framámenn standi við orð sín um kolefnisbindingu og annað þannig að auka þurfi gróðursetninguna á ný og fylla upp í það gat sem hefur myndast í uppbyggingu skógarauðlindarinnar. Fjallað var um starfsemi Barra í Landanum í Sjónvarpinu í gær.