Vinna við stefnumótun nýrrar sameinaðrar skógræktarstofnunar er komin vel á veg. Stýrihópur um sameininguna hittist á fundi í gær og þar var haldið áfram að vinna að stefnumótunarskjali sem ætti að liggja fyrir kringum næstu mánaðamót. Góðar vonir eru bundnar við að þær lagabreytingar sem gera þarf til að sameiningin geti orðið 1. júlí nái fram að ganga á Alþingi.
Hringrásir eru eðli lífríkisins á jörðinni. Þar sem framvinda er í snauðum vistkerfum hleður hringrásin smám saman utan á sig og efnin í hringrásinni aukast. Raunverulega má líta á það sem skyldu okkar að viðhalda hringrásum náttúrunnar og þróa leiðir til að nýta úrganginn með hagkvæmum hætti til ræktunar og landbóta. Samráðshópur um lífrænan úrgang berst fyrir framförum í þessum efnum og lokatakmarkið er að allur lífrænn úrgangur komist aftur út í hringrásina.
Starfsfólk Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sótti í síðustu viku tveggja daga námskeið í skógarnytjum og skógaruppeldi. Þátttakendur kváðust hafa mikinn áhuga á að nýta sér þessa nýju reynslu í starfi með börnum, hvort sem væri á leikskólum, grunnskólum eða í frístundastarfi.
Tveir stórviðburðir á sviði skógvísinda og skógarnytja verða í Frakklandi í júní. Í byrjun mánaðarins verður haldin á vegum IUFRO ein stærsta ráðstefna um skógerfðafræði sem haldin er á þessu ári í heiminum og síðar í mánuðinum fer fram Evrópukaupstefnan...
Trjákurl frá Skógrækt ríkisins á Hallorms­stað hefur að undanförnu verið flutt út í nokkrum mæli til Færeyja. Færeyingar nýta kurlið sem undirburð fyrir hross og nú í vikunni fara utan með ferjunni Norrænu um 20 rúmmetrar af lerkikurli. Áform eru um frekari útflutning.