Tökur á nýju Star Wars myndinni sem verður númer VIII í röðinni hófust í dag á Mógilsá. Skógurinn ofan við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá í Kollafirði hefur því verið lokaður almenningi. Skógrækt ríkisins biður fólk að virða þessa lokun en á svæðinu verður mikil öryggisgæsla enda eru þar geymdar eftirlíkingar af geimskutlum og öðrum búnaði sem nýttur verður við tökur myndarinnar. Ekki fæst uppgefið hvort helstu stórstjörnur myndarinnar eru á staðnum.