Aronsbústaður á Mógilsá. Hér hafa helstu stórmennin aðstöðu sína meðan á tökum myndarinnar stendur.
Aronsbústaður á Mógilsá. Hér hafa helstu stórmennin aðstöðu sína meðan á tökum myndarinnar stendur.

Mikil leynd hvílir yfir verkefninu og aðgangur að tökustaðnum stranglega bannaður

Í tilefni 1. apríl var þessi frétt flutt á vef Skógræktar ríkisins á þeim degi 2016:

Tökur á nýju Star Wars myndinni sem verður númer VIII í röðinni hófust í dag á Mógilsá. Skógurinn ofan við Rannsókna­stöð skógræktar á Mógilsá í Kollafirði hefur því verið lokaður almenningi. Skógrækt ríkisins biður fólk að virða þessa lokun en á svæðinu verður mikil öryggisgæsla enda eru þar geymdar eftirlíkingar af geim­­skutlum og öðrum búnaði sem nýttur verð­­ur við tökur myndarinnar. Ekki fæst upp­­gefið hvort helstu stórstjörnur myndar­­innar eru á staðnum.

Undirbúningur hefur staðið yfir undanfarna daga á fáförnu svæði í skóginum ofan við Mógilsá undir stjórn íslensks kvikmyndafyrirtækis. Forsvarsmenn  fyrir­tækisins vörðust allra frétta um hvaða atriði myndarinnar yrði tekið upp í skóginum en augljóst er að myndin gerist að hluta til á jörðinni, ellegar á plánetu sem líkist henni, úr því að skóglendi er notað sem vettvangur. Mögulegt er að atriðið sem um ræðir tengist landnámi manna á nýrri plánetu þar sem verið sé að rækta upp skóg. Það geti skýrt hvers vegna ungur íslenskur skógur hefur orðið fyrir valinu.

Áttunda myndin í Star Wars myndaflokknum verður beint framhald af þeirri sjöundu sem heitir The Force Awakens og kom út á síðasta ári. Rey hefur tekið fyrstu skrefin inn í stærri heim og í nýju myndinni heldur áfram ævintýri hennar með Finn, Poe og Lúkasar geimgengils (Luke Skywalker). Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd á næsta ári. Leikstjóri myndarinnar er sem einnig skrifar handritið ásamt gömlu kempunni

Ekki er vitað hvort einhverjar af stórsjörnum myndarinnar eru nú staddar á Mógilsá við tökurnar sem þar eru í gangi en meðal helstu leikara eru , og . Hópurinn hefur tekið á leigu starfsmanna­húsið Aronsbústað á Mógilsá þar sem helstu fyrirmennin í tökuliðinu gista.

Spennandi verður að sjá íslenskan skóg í næstu Star Wars mynd.