Tveir stórviðburðir á sviði skógvísinda og skógarnytja verða í Frakklandi í júní. Í byrjun mánaðarins verður haldin á vegum IUFRO ein stærsta ráðstefna um skógerfðafræði sem haldin er á þessu ári í heiminum og síðar í mánuðinum fer fram Evrópukaupstefnan FOREXPO.

Í ljósi þess að þarna verður margt skógarfólk samankomið þykir henta að halda í tengslum við þessa viðburði aðra mikilvæga fundi. Því hefur verið boðað til sameiginlegs þings EFIATLANTIC og IEFC um sama leyti og skipulögð kynnisferð til að gefa gestum frá fjarlægum löndum færi á að kynnast ræktuðum skógum í þessum hluta Evrópu.

Viðburðatal

  • Miðvikudagur til laugardags 8. - 11. júní
    Kynnisferð um skóga við Atlantshafsströnd Suður-Evrópu. Suðvestanvert Frakkland og Norður-Spánn.
    Tækifæri til að vitja reita með strandfuru (Pinus pinaster), geislafuru (Pinus radiata), tröllatrjám (Eukalyptus) og ösp.
    Hlaða niður bráðabirgðadagskrá
  • Mánudagur til miðvikudags, 13. - 15. júní
    Alþjóðleg vísindamálstofa: Sustainable Intensification of Planted Forests: How Far Can We Go?
    Fer fram í:  L'auditorium de la Cité de l'Océan, Biarritz, Frakklandi
    Hlaðið niður bráðabirgðadagskrá: á ensku, frönsku, spænsku 

    Sameiginlegt þing EFIATLANTIC og IEFC. Þar meðtalinn morgunfundur um viðskipti og opinn síðdegisfundur um tækni.
    Fer fram í: L'auditorium de la Cité de l'Océan, Biarritz, Frakklandi
    Hlaða niður bráðabirgðadagskrá

    ***Óskað eftir fyrirlestrum! Eins og verið hefur síðustu tvö ár gefst þeim sem starfa innan EFIATLANTIC/IEFC kostur á að kynna starf sitt eða verkefni sem tengjast viðfangsefnum samstarfsins á opna síðdegisfundinum um tækni. Áhugasamir eru hvattir til að leggja fram vinnuheiti fyrir kynningar sínar í viðkomandi reiti á skráningargögnunum.***

    Dagskrá kynnt síðar:

    Kynnisferð á sýninguna FOREXPO
    í Mimizan, Frakklandi

 

Programmes

  • International Scientific Seminar tentative programme

in English

en français

en español

 

Registration

 

Practical information

Download the practical information for the Biarritz venue

You can find practical information regarding the Arcachon venue here: https://colloque.inra.fr/iufro2016/Venue-accommodation