Landinn fjallar um trjáplöntuframleiðslu

Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri gróðrar­stöðva­rinn­ar Barra á Valgerðarstöðum í Fellum, segist vonast eftir því að framá­menn standi við orð sín um kolefnis­bind­ingu og annað þannig að auka þurfi gróðursetningu á ný og fylla upp í það gat sem hefur myndast í uppbyggingu skógar­auð­lind­ar­inn­ar. Fjallað var um starf­semi Barra í Landanum í Sjónvarpinu í gær.

Að sögn Skúla afhendir Barri um 1300 þúsund plöntur á þessu ári og það sé tæplega helmingurinn af lands­fram­leiðsl­unni eins og hún hafi veriðí fyrra. Stöðin geti framleitt helmingi meira en þetta. Í viðtali við Gísla Einarsson í Land­a­n­um segir Skúli sögu Barra sem ekki er áfallalaus en lýsir líka aðstöðunni, tækni­bún­aði og einnig tilrauna­rækt­un á vasabíjurtinni sem hafin er í hluta húsnæðis Barra á vegum fyrirtækisins Wasabi Iceland.

Texti: Pétur Halldórsson