Fyrirtækið Rogaland Massivtre AS reisir nú fjárhús í Suldal á Rogalandi í suðvestanverðum Noregi. Byggingin er reist úr gegnheilum viði og bóndinn sem lætur reisa húsið, Arve Aarhus, segir að með þessu móti fái hann þægilegra hús fyrir bæði skepnur og fólkið sem sinnir gegningum, góða hljóðeinangrun og náttúrlega loftræstingu.
Framkvæmdir ganga vel við Hjálparfoss í Þjórsárdal þar sem í smíðum eru tröppur og pallar fyrir gesti sem koma til að skoða fossinn og umhverfi hans. Lagðir verða vel afmarkaðir stígar og ætti svæðið því að þola betur sívaxandi straum ferðamanna. Gróður hafði mjög látið á sjá við Hjálparfoss allrasíðustu ár.
Landgræðslan og Umhverfisstofnun standa í samvinnu við Ferðamálastofu fyrir málþingi um áhrif ferðamanna á náttúru Íslands.
Friðþór Sófus Sigurmundsson, doktorsnemi við Háskóla Íslands, ræðir um hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal 1587-1938 á fyrsta Hrafnaþingi haustsins hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ljóðaganga verður haldin í trjásafninu á Hallormsstað á fimmtudagskvöld, 16. október kl 20. Gangan er liður í dagskrá Litlu ljóðahátíðarinnar í Norðausturríki og er haldin í samvinnu við Skógrækt ríkisins.