Svo virðist sem iðnviðarskógur með alaskaösp geti vel endurnýjast af sjálfu sér eftir rjóðurfellingu þannig að óþarft sé að gróðursetja aftur í skóginn. Ef öspin reynist vera slík „eilífðarvél“ í íslenskri skógrækt eykur það til muna hagkvæmni asparskógræktar til viðarkurlsframleiðslu. Til að kanna þetta betur er nú verið að rjóðurfella aldarfjórðungsgamla ösp í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Hvernig er hægt að koma í veg fyrir frekari eyðingu frumskóga heimsins og er hægt að rækta á ný skóga þar sem þeir hafa horfið? Um þetta er fjallað í fyrstu fræðslumyndinni af þremur í sænsku röðinni The Green Planet. Þátturinn var sýndur á norsku sjónvarpsstöðinni NRK2 í gærkvöldi.
Ljósið frá ljósastaurum við afleggjarann upp í Kjarnaskóg á Akureyri platar lerkitrén. Þau tré sem næst standa staurunum halda enn græna litnum meðan önnur tré eru orðin alveg gul. Haustið bregður upp alls kyns skemmtilegum myndum í skóginum.
Suður-Afríski prófessorinn Mike Wingfield var kosinn forseti IUFRO, alþjóðasamtaka um skógvísindi, á heimsráðstefnu samtakanna sem lauk í Salt Lake City 11. október. Hinn nýi forseti vill meðal annars styrkja enn alþjóðlegt samstarf nemenda í skógvísindum og stuðla að því að ráðamenn heimsins fái upp í hendur áreiðanleg gögn um skóga til að nýta við ákvarðanir um sjálfbæra framtíð jarðarbúa.
Forest Europe, ráðherraráð Evrópu um skógvernd, hleypti í gær, fimmtudag, af stokkunum ljósmyndasamkeppni þar sem meiningin er að þátttakendur sýni skóginn sinn. Mælst er til þess að ljósmyndirnar sýni hvernig skógarnir vernda okkur mennina og hvernig við getum verndað skógana.