Fyrsta Hrafnaþing haustsins hjá Náttúrufræðistofnun

Fundaröð Náttúrufræðistofnunar Íslands, Hrafnaþing, er nú að hefjast og vekur stofnunin athygli á því að Hrafnaþingin verða framvegis haldin að morgni dags, kl. 9.15-10.

Fyrsta Hrafnaþing haustsins verður á morgun, miðvikudaginn 15. október kl. 9.15. Þá flytur Friðþór Sófus Sigurmundsson, doktorsnemi við Háskóla Íslands, erindi sem nefnist:

Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal frá 1587 til 1938

Erindið fjallar um rannsókn á útbreiðslu birkiskóga í Þjórsárdal aldanna rás. Meginmarkmið rannsóknarinnar er tvíþætt,

  1. að kortleggja útbreiðslu birkiskóga og kjarrlendis í Þjórsárdal á 350 ára tímabili,

Úr Þjórsárdal. Hekluskógar vinna nú að því með góðum árangri að endurrækta forna birkiskóga Þjórsárdals sem urðu ofnýtingu og ofbeit að bráð á síðari öldum.">

  1. að meta áhrif náttúru-, félags- og efnahagslegra þátta á útbreiðsluna á þremur tímabilum, 1587-1708, 1708-1880 og 1880-1938.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.
Hægt er að nálgast upptökur af flestum erindum á Hrafnaþingi frá og með árinu 2011 á svæði Náttúrufræðistofnunar Íslands á samfélagsmiðlinum Youtube.



Mynd úr Þjórsárdal: Pétur Halldórsson