Málþing í Gunnarsholti 23. október

Landgræðslan og Umhverfisstofnun standa í samvinnu við Ferðamálastofu fyrir málþingi um áhrif ferðamanna á náttúru Íslands.

Fjallað verður um álagið sem aukinn fjöldi ferðamanna hefur á íslenska náttúru og hvernig bregðast þarf við. Pallborðsumræður verða í lok málþingsins sem haldið verður í Gunnarsholti á Rangárvöllum fimmtudaginn 23. október kl. 12.30.

Dagskrá málþingsins er að finna á vefsíðum Landgræðslunnar, Umhverfisstofnunar og Ferðamálastofu. Málþingið er öllum opið ókeypis. Í boði er súpa og brauð í mötuneyti Landgræðslunnar kl. 11.30.

Þátttakendur eru beðnir að skrá sig með því að senda skeyti á netfangið edda.linn@land.is.