Örvar Már Jónsson stendur hér með mælistöngina við stafafuru sem gæti verið Íslandsmeistari í toppve…
Örvar Már Jónsson stendur hér með mælistöngina við stafafuru sem gæti verið Íslandsmeistari í toppvexti meðal stafafurutrjáa

Íslandsmet hjá stafafuru

Þótt stór hluti landsmanna hafi upplifað sumarið 2014 sem rigningasumar, þá var það ekki reyndin austur á Héraði. Þar var sumarið bæði langt og sólríkt og fyrir vikið var vöxtur trjáa almennt með ágætum. Toppsprotinn á stöku furutré í þjóðskóginum á Höfða vakti þó sérstaka athygli á dögunum þegar Héraðs- og Austurlandsskógar héldu þar námskeið í umhirðu ungskóga. Mælistöngin góða var dregin upp og reyndist árssprotinn 2014 vera 105 cm langur – einn komma núll fimm metrar. Þetta er að öllum líkindum met fyrir stafafuru á Íslandi.

Fura þessi er í reit sem gróðursett var í árið 1996 og er kvæmið Taraldsey frá Noregi. Þar var stofnað til frægarðs með stafafurutrjám sem valin voru á Íslandi fyrir gott vaxtarlag og vaxtarþrótt. Þær kynbætur virðast hafa skilað sér m.t.t. hvors tveggja hjá stórum hluta trjánna í þessum reit.

Á meðfylgjandi mynd stendur Örvar Már Jónsson við tréð sem gæti verið Íslandsmeistari í toppvexti meðal stafafurutrjáa.

Mynd og texti: Þröstur Eysteinsson