Umsóknarfrestur um auglýsta stöðu skógarvarðar á Suðurlandi rann út mánudaginn 5. september. Fjórar umsóknir bárust um stöðuna.
Edda Sigurdís Oddsdóttir, jarðvegsvistfræðingur og sérfræðingur á Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá, hefur verið ráðin forstöðumaður rannsónasviðs Skógræktarinnar.
Skógrækt og skógarnytjar leika mikilvægt hlutverk í því að gera norska hagkerfið grænt. Til þess þarf metnaðarfulla skógareigendur og hagnýta menntun í skógarnytjum. Þetta er meðal þess sem rætt var á nýafstöðnu landsþingi norskra kvenna í skógrækt sem fram fór í Halden á Austfold.
Í Bændablaðinu sem kemur út í dag, 8. september, skrifar Gunnar Einarsson, sauðfjár- og skógarbóndi á Daðastöðum í Núpasveit, langa og ítarlega grein þar sem hann lýsir starfi sínu og fjölskyldunnar að landgræðslu og skóggræðslu á jörðinni. Fyrirsögn greinarinnar er Lúpínan - besti vinur bóndans.
Árni Bragason, nýráðinn landgræðslustjóri, vill fá aðrar stofnanir til samstarfs um nýtingu þeirra svæða sem Landgræðslan hefur grætt upp. Í því sambandi hefur hann þegar rætt við forsvarsmenn Skógræktarinnar um að þróa ákveðin landgræðslusvæði yfir í skóg. Sandana við Þorlákshöfn nefnir hann sem dæmi um svæði þar sem hrinda megi af stað verkefni að fyrirmynd Hekluskóga.