Sitkagreni í Haukadalsskógi.
Sitkagreni í Haukadalsskógi.

Umsóknarfrestur um auglýsta stöðu skógarvarðar á Suðurlandi rann út mánudaginn 5. september. Fjórar umsóknir bárust um stöðuna.

Umsækjendur eru:

  • Jón Þór Birgisson, skógfræðingur og iðnaðarmaður í Danmörku.
  • Lucile Delfosse, skógfræðingur á Tumastöðum
  • Ólafur Erling Ólafsson, skógverkfræðingur í Noregi
  • Trausti Jóhannsson, skógfræðingur og húsasmiður í Svíþjóð

Ráðið verður í stöðuna innan tíðar.

Texti og mynd: Pétur Halldórsson