Fjórir sóttu um stöðu skógræktarráðgjafa á Vesturlandi sem Skógræktin auglýsti laust til umsóknar fyrir skemmstu. Hlynur Gauti Sigurðsson hefur verið ráðinn í starfið.
Trausti Jóhannsson, skógfræðingur og húsasmiður, hefur verið ráðinn í stöðu skógarvarðar á Suðurlandi. Fjórir sóttu um stöðuna.
Vaxandi óþrifnaður er í skógum landsins vegna skorts á almenningssalernum. Pokar undir skeinibréfin gætu dregið úr þessum vanda. Skógræktin vekur athygli á vandanum í tilefni dags íslenskrar náttúru.
Rannsóknir á frostþoli fjallaþins og mótstöðu tegundarinnar gegn skaðvöldum í loftslagi Íslands og Danmerkur eru undirstaðan í doktorsverkefni Brynjars Skúlasonar skógfræðings við Kaup­mannahafnar­háskóla. Sagt er frá verkefninu í frétt á vef norrænu erfðavísinda­stofnunarinnar NordGen.
Áhugavert er að fylgjast með framkvæmdum við nýtt þjónustuhús í Laugarvatnsskógi. Nokkrar myndir sem þar voru teknar fyrir helgi sýna hvernig gengur.