Broddhlynur í Hallormsstaðaskógi. 
(Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
Broddhlynur í Hallormsstaðaskógi.
(Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Vinnur einnig að gerð kynningar- og fræðsluefnis

Skógræktin hefur í dag ráðið Hlyn Gauta Sigurðsson  í stöðu skógræktarráðgjafa á Vesturlandi. Hlynur Gauti er með B.s.-próf í umhverfisskipulagi frá Land­búnaðarháskóla Íslands diplóma-próf í borgarskógrækt frá sænska land­bún­að­ar­háskólanum (SLU) og danska land­búnaðarháskólanum sem var (KVL). Þá lauk hann einnig meistaragráðu í lands­lagsarkitektúr frá Kaupmannahafn­ar­háskóla (KU).

Hlynur Gauti starfaði um árabil sem verkefnastjóri við ráðgjöf og áætlanagerð hjá Héraðs- og Austurlandsskógum, auk þess að hafa starfað við ýmis garðyrkju- og skógræktarstörf auk fjölmiðlastarfa hjá Norðurljósum (Stöð 2 og Sýn) við myndatöku og klippingu. Síðastnefnda reynslan nýtist honum í starfinu hjá Skógræktinni því meiningin er að Hlynur Gauti starfi að hluta til að gerð kynningar- og fræðsluefnis.

Hlynur hefur störf nú á haustmánuðum að hluta en verður í fullu starfi frá áramótum.

Þrír sóttu um stöðu skógræktarráðgjafa á Vesturlandi auk Hlyns Gauta, Friðrik Aspelund,Hvanneyri, Raimund Brockmeyer Litla-Búrfelli Húnavatnshreppi og Rúnar Vífilsson  Ferstiklu Hvalfjarðarsveit.

Texti: Pétur Halldórsson